Meistaramót Íslands fyrir 15-22 ára í frjálsum íþróttum var haldið í Laugardalshöll helgina 27.–28. febrúar þar sem 13 keppendur frá Fjölni tóku þátt. Árangur þeirra á mótinu var stórglæsilegur; 8 Íslandsmeistaratitlar og auk þess 6 silfur og 4 brons.
Daði Arnarson setti glæsilegt mótsmet þegar hann vann 1500 m hlaupið á tímanum 4:11,95 í flokki 16-17 ára pilta. Einnig varð hann Íslandsmeistari í 800 m hlaupi á tímanum 2:00,94.
Tómas Arnar Þorláksson varð Íslandsmeistari í flokki 16-17 ára í 400 m hlaupi á tímanum 51,04 sek. Að auki vann hann silfur í 1500 m hlaupi og brons í 200 m hlaupi. Var hann að bæta tímana sína bæði í 400 m og 1500 m.
Vilhelmína Þór Óskarsdóttir varð Íslandsmeistari í 400 m hlaupi 18-19 ára stúlkna á tímanum 58,16 sek. Einnig fékk hún silfur í 200 m hlaupi.
Hermann Orri Svavarsson varð Íslandsmeistari í langstökki 16-17 ára pilta með stökk uppá 6,15 m sem er töluverð bæting hjá honum. Einnig fékk hann brons í hástökki.
Hlín Heiðarsdóttir varð Íslandsmeistari í 800 m hlaupi 16-17 ára stúlkna á tímanum 2:27,98.
Helga Guðný Elíasdóttir varð Íslandsmeistari í 1500 m hlaupi 20-22 ára stúlkna. Einhver mistök urðu í tímatökunni þ.a. enginn tími fékkst skráður í hlaupinu.
Helga Þóra Sigurjónsdóttir fékk silfur í hástökki 16-17 ára stúlkna og silfur í 60 m hlaupi.
Bjarni Anton Theódórsson fékk silfur í 400 m hlaupi í flokki 18-19 ára pilta.
Einar Már Óskarsson fékk brons í 60 m og 200 m í flokki 18-19 ára pilta.
Piltasveitin fékk silfur í 4×200 m boðhlaupi, en í sveitinni voru: Einar Már Óskarsson, Bjarni Anton Theódórsson, Daði Arnarson og Tómas Arnar Þorláksson.
Stúlknasveitin varð svo Íslandsmeistari í 4×200 m boðhlaupi 18-19 ára stúlkna á tímanum 1:46,85. Í sveitinni voru: Hafdís Rós Jóhannesdóttir, Hlín Heiðarsdóttir, Helga Þóra Sigurjónsdóttir og Vilhelmína Þór Óskarsdóttir.
Má segja að þetta sé aldeilis glæsilegur árangur hjá þessu hörkuduglega íþróttafólki.