Átak í orgelmálum

Átak í orgelmálum 2015Eins og Grafarvogsbúum er kunnugt hefur um árabil staðið yfir söfnun fyrir orgel í Grafarvogskirkju.

Mjög vel tókst til við upphaf söfnunar er nokkrir þjóðþekktir athafnamenn gáfu í söfnunina myndarlegar fjárhæðir. Rétt fyrir bankahrunið var staðan sú að söfnuðurinn átti nálægt fyrir

45 radda orgeli. Gerður var samningur við hina þekktu orgelverksmiðju Roman Seifert í Þýskalandi.

Efitr hrunið var ljóst að ekki voru til peningar til að greiða fyrir sömu stærð á orgeli. Nú hefur orgelnefnd lagt til við sóknarnefnd að minnka orgelið niður í 30 raddir. Slíkt orgel myndi kosta um það bil 90 milljónir. Í sjóði núna eru um 60 milljónir þannig að það vantar um það bil 30 milljónir til að ná því marki.

Langar orgelnefnd að leita allra ráða til að ná markmiðinu, með því að leita til velvildarmanna og fyrirætkja um framlag. Það er gífurlega mikilvægt að kirkjan okkar eignist orgelið.

Nú er mikilvægt að við sameinumst með það að leita að leiðum til að láta drauminn rætast. Það er óendanlega mikilvægt að kirkjan eigi gott orgel sem hægt er að vera stolt af.

Vigfús Þór Árnason sóknarprestur

Hákon Leifsson organisti

Hilmar Örn Agnarsson organisti

 

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.