Allra heilagra messa, bangsablessun og Selmessa

Allra heilagra messa verður sunnudaginn 3. nóvember kl. 14:00 í Grafarvogskirkju. Þar minnumst við sérstaklega þeirra sem látist hafa á árinu og hafa verið jarðsungin í Grafarvogskirkju eða af prestum safnaðarins í öðrum kirkjum. Prestar kirkjunnar þjóna og séra Sigurður Grétar Helgason prédikar. Kór Grafarvogskirkju syngur ásamt barna- og unglingakór kirkjunnar. Organisti er Hákon Leifsson og stjórnandi barna- og unglingakórsins er Sigríður Soffía Hafliðadóttir.
Eftir guðsþjónustuna verður kaffisala og framlög renna í Líknarsjóð Grafarvogskirkju. Kaffiveitingar kosta 2.500 kr fyrir fullorðna, 1.000 kr fyrir unglinga og ókeypis fyrir börn.

Bangsablessun verður í sunnudagaskólanum á neðri hæð kirkjunnar kl. 11:00. Börnin eru því sérstaklega hvött til að taka með sér bangsa í sunnudagaskólann 3. nóvember. Umsjón hefur Þóra Björg Sigurðardóttir og Hólmfríður Frostadóttir. Undirleikari er Stefán Birkisson.

Selmessa í Kirkjuselinu kl. 13:00. Séra Grétar Halldór Gunnarsson prédikar og þjónar. Organisti er Hilmar Örn Agnarsson og Vox Populi leiðir söng.

Verið innilega velkomin!

Um höfundinn

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.