Sunnudaginn 1. nóvember verður dagskrá kirkjunnar frábrugðin hefðbundnum sunnudegi þar sem hátíðarguðsþjónusta verður í Grafarvogskirkju kl. 14. Dagskráin er svona:

Sunnudagaskóli kl. 11

Grafarvogskirkja

Séra Guðrún Karls Helgadóttir.
Umsjón hefur Þóra Björg Sigurðardóttir.
Undirleikari er Stefán Birkisson.

Guðsþjónusta kl. 13

Kirkjuselið

Séra Guðrún Karls Helgudóttir þjónar og fyrir altari.
Vox Populi syngur.
Organisti: Hilmar Örn Agnarsson.

Sunnudagaskóli kl. 13

Kirkjuselið

Umsjón hefur Rósa Ingibjörg Tómasdóttir.
Undirleikari: Stefán Birkisson.

Allra heilagra messa 1. nóvember kl. 14.00 í Grafarvogskirkju

kross_og_solargeislarNæstkomandi sunnudag 1. nóvember á allra heilagra messu verður hátíðarguðsþjónusta í Grafarvogskirkju kl. 14.00.

Eins og undanfarin ár býður Grafarvogssöfnuður sérstaklega þeim sem misst hafa ástvini sína á árinu, til guðsþjónustu, sem og eldri borgurum safnaðarins. Þann dag er „þeirra sem á undan oss eru farnir“ sérstaklega minnst.

Séra Vigfús Þór Árnason prédikar og þjónar fyrir altari ásamt séra Guðrúnu Karls Helgudóttur, séra Örnu Ýrr Sigurðardóttur og séra Sigurði Grétari Helgasyni.

Kór Grafarvogskirkju syngur
Organisti: Hákon Leifsson

Karlakór Grafarvogs syngur
Stjórnandi: Íris Erlingsdóttir

Eftir guðsþjónustuna verður svonefnt „líknarkaffi” en framlög renna í Líknarsjóð Grafarvogskirkju.

Verið innilega velkomin!

Með blessunaróskum,
sóknarnefnd, Safnaðarfélag og prestar Grafarvogskirkju.