• HEIM
  • HAFÐU SAMBAND
facebook
email
Helgihald kyrruviku og páska í Grafarvogskirkju
Fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur 12. mars 2025
Keldnaland – niðurstöður samkeppni
Mjólkurbikar KSÍ 2024
Frábær árangur hjá 4 flokki kvenna í knattspyrnu á Barcelona girls Cup:
  • HEIM
  • FRÉTTIR
  • MYNDIR
    • MYNDIR ÚR HVERFINU
  • HVERFIÐ OKKAR
    • VIÐBURÐIR
    • GALLERÍ KORPÚLFSSTAÐIR
    • ATVNNULÍFIÐ
      • VERSLUNARKJARNAR
        • BREKKUHÚSUM
        • HVERAFOLD
        • KORPUTORG
        • LAUFRIMA 21
        • SPÖNGIN
      • Sorpa
        • HVERFISSKIPULAG REYKJAVÍKUR
        • Hlutverk
        • Pappír er ekki rusl
    • FÉLAGASAMTÖK
      • KORPÚLFAR – FÉLAG ELDRI BORGARA Í GRAFARVOGI
      • SKÁTARNIR
    • GRAFARVOGSKIRKJA
      • Fermingar 2020
      • KIRKJUBYGGINGIN
      • LOGAFOLD SAFNAÐARBLAÐ
    • GÖNGU OG HJÓLALEIÐIR
    • HVERFISRÁÐ
      • HVERFIÐ Í TÖLUM
    • Heilsugæsla í Grafarvogi
    • ÍTR
      • GUFUNESBÆR
    • KORT AF GRAFARVOGI
    • MENNING OG LISTIR
      • KARLAKÓR GRAFARVOGS
      • MENNINGARHÚS SPÖNGINNI
    • SAGA GRAFARVOGS
      • KORPÚLFSSTAÐIR
    • SKÓLARNIR Í GRAFARVOGI
      • FÉLAGSMIÐSTÖÐVAR
      • FRAMHALDSSKÓLAR
      • FRÍSTUNDAHEIMILI
      • HEIMILI OG SKÓLI – LANDSSAMTÖK FORELDRA
        • FORELDRASÁTTMÁLINN
      • LEIK- OG GRUNNSKÓLAR
      • TÓNLISTARSKÓLINN
      • TÓNSKÓLI HÖRPUNNAR
    • STOLT GRAFARVOGS
    • ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐVAR
      • DAGFORELDRAR
        • DAGFORELDRAR Í HVERFINU
      • FÉLAGSMIÐSTÖÐ Í SPÖNG
      • ELDRI BORGARAR
      • FERÐAÞJÓNUSTA FATLAÐS FÓLKS
      • FÉLAGSLEG RÁÐGJÖF
      • FÉLAGSLEGAR ÍBÚÐIR
      • FJÁRHAGSAÐSTOÐ
      • SÉRFRÆÐIAÐSTOÐ VIÐ GRUNNSKÓLA
      • SKAMMTÍMAVISTUN ÁLFALAND
  • AÐSENT EFNI
    • DALE CARNEGIE
      • NÆSTA KYNSLÓÐ
    • TAPAÐ – FUNDIÐ
    • JÓLIN Í GRAFARVOGINUM
  • ÍÞRÓTTIR
    • FJÖLNIR
      • Sumarnámskeið 2019
      • Sumarnámskeið 2018
      • Sumarnámskeið 2016
    • GOLFKLÚBBUR REYKJAVÍKUR – KORPA
    • ÍÞRÓTTIR OG ÚTIVERA
    • GRAFARVOGSLAUG
      • ALMENNAR UPPLÝSINGAR
  • UM OKKUR

Aðsent efni

Fjölnisblað knattispyrnudeildar

24 maí 2021
Baldvin
0

Kæra FjölnisfólkFjölnisblaðið 2021 – kynningarrit knattspyrnudeildar er komið út

🥳⚽️Rafræna útgáfu þess má nálgast hér:https://mojito.is/fjolnisbladid/

Blaðið er hið veglegasta og var prentað í 6.500 eintökum og dreift í öll hús í Grafarvogi (þ.m.t. Bryggjuhverfi).

En útgáfa þess markar upphaf keppnistímabils knattspyrnudeildarinnar.Við þökkum kærlega þeim fjölmörgu fyrirtækjum og aðilum sem gerðu þessa útgáfu mögulega. Við hvetjum lesendur jafnframt sérstaklega til þess að virða fyrir sér auglýsingarnar og öll lógó-in inni á milli allra flottu Fjölnismyndanna þegar flett er í gegnum það.

📸 Forsíðumyndina prýða þrír leikmenn meistaraflokks kvenna. Þetta eru þær Hlín Heiðarsdóttir, Sara Montoro og Elvý Rut Búadóttir (frá vinstri til hægri).Gleðilegt sumar

☀️#FélagiðOkkar

2.flokkur karla hjá Fjölni

Email, RSS Follow

Gallerí Korpúlfsstaðir stendur á tímamótum.

04 maí 2021
Baldvin
0

Gallerí Korpúlfsstaðir stendur á tímamótum. Eftir 10 frábær ár á Korpúlfsstöðum erum við því miður að missa húsnæðið og þurfum því að hætta með galleríð í lok maí. En góðu fréttirnar eru þær að vefverslun gallerísins verður starfrækt áfram. https://myshop.is/shop/gallerikorpulfsstadir/Þennan síðasta mánuð á gamla stórbýlinu munum við bjóða uppá ýmis tilboð sem verða auglýst sérstaklega.Við þetta tækifæri viljum við þakka öllum samskiptin síðasta áratuginn.


Gallery Korpúlfsstaðir is at a turning point.After ten wonderful years, the lease for our little corner at Korpúlfsstaðir has not been renewed, so unfortunately, we must close the gallery at the end of May.However, the good news is that the gallery’s online store will continue to operate: https://myshop.is/shop/gallerikorpulfsstadir/Special offers will be advertised throughout our final month.We would like to take this opportunity to thank our families, friends, customers, visitors and well-wishers for making our time at Korpúlfsstaðir unforgettable.

Email, RSS Follow

Teqball borðin við Egilshöll formlega tekin í notkun.

22 apr 2021
Baldvin
0

Búið er að koma upp Teqball velli við Egilshöll í Grafarvogi og var formleg opnun á honum sumardaginn fyrsta..

Teqball er nýleg íþrótt sem spiluð er á borði sem svipar til borðtennisborðs. Íþróttin á auknu fylgi að fagna um alla veröld og því erum við stolt að opna þennan nýja völl fyrir almenning. Borðin eru tvö og staðsett á upphituðum og upplýstum gervigrasvelli við Egilshöll.

Borðin voru fjármögnuð með styrk frá íbúaráði Grafarvogs og er aðal sprautan á bakvið verkefnið Grafarvogsbúinn og Fjölnismaðurinn, Gunnar Hauksson sem einnig er knattspyrnuþjálfari hjá félaginu.

Borðin eru frábær viðbót við það flotta íþróttastarf sem fram fer í Egilshöll og óskar Fjölnir öllum Grafarvogsbúum gleðilegs sumars. #Félagið Okkar

Email, RSS Follow

Rannsóknir & greining – skýrslur

18 apr 2021
Baldvin
0

Menntun, menning, samband við foreldra, heilsa, líðan og vímuefnaneysla ungmenna í framhaldsskólum á Íslandi.

Á heimasíðu Rannsóknir & Greiningu er hægt að lesa tvær skýrslur frá því okt. 2020 bæði grunn- og framhaldsskólum í þeim eru niðurstöður fyrir heildina (https://rannsoknir.is/SKYRSLUR/)

Rannsóknirnar hafa meðal annars kannað þætti í lífi barna og unglinga á borð við andlega og líkamlega heilsu og líðan, fjölskylduaðstæður, frístundaiðkun, áfengis- og vímuefnaneyslu, árangur í námi, líkamsrækt og þátttöku í íþróttastarfi, trúarskoðanir, mataræði og sjálfsvíg. Niðurstöður rannsóknanna hafa verið birtar í tugum ritrýndra vísindagreina skrifuðum af vísindamönnum víða að úr heiminum. Eins hafa þær verið nýttar með staðbundnum hætti, innan sveitarfélaga, hverfa og skóla til að auka skilning á högum ungs fólks og bæta aðstæður þeirra, heilsu og líðan.

Email, RSS Follow

Handbók Foreldrarölts

13 apr 2021
Baldvin
0

Foreldrarölt myndar tengsl og stuðlar að auknu samtali milli foreldra í hverfinu. Með því að taka þátt í foreldrarölti kynnist þú öðrum foreldrum og kynnist hverfinu þínu á annan hátt. Einnig hefur þú góð áhrif á hverfisbraginn og það félagslega umhverfi sem börn hverfisins búa í. Nærvera fullorðinna þar sem unglingar hafa safnast saman hefur róandi og fyrirbyggjandi áhrif. Slík nærvera gefur unglingunum líka tækifæri til að leita aðstoðar fullorðinna ef á þarf að halda.

Hérna er hægt að nálgast handbókina……..

Email, RSS Follow

Ný íþrótt í Grafarvogi

28 mar 2021
Baldvin
0
Egilshöll, Fjölnir, Grafarvogur, Teq borð

Teqball borð í hjarta Grafarvogs.

Komið hefur verið fyrir tveimur Teqball borðum á einum af battvöllunum fyrir utan Egilshöll.

Hvað er Teqball?
Teqball er ný íþrótt sem spiluð er á kúptu borði sem svipar til borðtennisborðs. Teqball sameinar fótbolta og borðtennis en í gegnum tíðina hefur „íþróttin“ verið kölluð skallatennis hér á landi. Hægt er að spila bæði einliða- eða tvíliðaleik. Íþróttin nýtist vel samhliða knattspyrnuiðkun þar sem Teqball krefst áherslu á tækni, samhæfingu og góða fyrstu snertingu á boltann.

Teqball borðin eru 3 metrar á lengd og 1,7 metrar á breidd, með hæsta punkt 0,76 metra.

Borðin eru sett upp af knattspyrnudeild Fjölnis og eru allir Grafarvogsbúar hvattir til að koma og prófa þessa skemmtilegu íþrótt.

#FélagiðOkkar

Email, RSS Follow

Nýr “smassborgara” staður sem nefnist Plan B Burger opnar á Suðurlandsbraut 4.

16 mar 2021
Baldvin
0
Grafarvogur, Hamborgarar, Óskar Kristjánsson, Plan B Burger, Smass borgari, Suðurlandsbraut 4

Næstkomandi fimmtudag opnar nýr “smassborgara” staður sem nefnist Plan B Burger á Suðurlandsbraut 4.

Staðurinn er hugarfóstur Óskars Kristjánssonar og mun hann reka staðinn ásamt syni sínum Kristjáni Óskarssyni. Staðurinn er í svokölluðum “diner” stíl, en þar verður á boðstólnum smassaðir hamborgarar, kjúklingaborgarar, heimatilbúnir sjeikar og magnaðir kleinuhringir svo fátt eitt sé nefnt.

Óskar er alls ekki nýgræðingur þegar það kemur að hamborgaragerð, en hann rak meðal annars hinn geysivinsæla hamborgarastað Murphy´s í Danmörku sem naut mikilla vinsælda þar í landi.

Núna síðast stofnaði hann hamborgarastaðinn Smass á Ægissíðu 123 ásamt Guðmundi Óskari Pálssyni, en Óskar ákvað að renna á önnur mið þar sem að hann gæti fullkomnað sínar hugmyndir um besta smassborgarann í bænum. 

Hugmyndafræði Óskars er einföld þegar það kemur að rekstrinum. Einfaldur matseðill, topp hráefni og gott verð.

Blásið verður til opnunargleði frá næstkomandi fimmtudegi fram yfir helgi, en þá verður hamborgari að eigin vali ásamt gosi og frönskum á 1500 krónur.


Email, RSS Follow

Sundabrú – Sundabraut

09 mar 2021
Baldvin
0
Grafarvogur, íbúarráð Grafarvogs, Kjarlanes, Sundabraut, Sundabrú

Sundabrú er hagkvæmari kostur en jarðgöng fyrir legu Sundabrautar að mati starfshóps á vegum Vegagerðarinnar en Reykjavíkurborg, Faxaflóahafnir og Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu áttu einnig fulltrúa í hópnum. Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra fól starfshópnum að meta þessa tvo valkosti og tók við skýrslu hópsins fyrir helgi. Starfshópurinn telur vega þyngst að kostnaður við brúarleið væri lægri, brú henti betur fyrir alla ferðamáta og almenningssamgöngur og að ný Sundabraut á brú bæti samgöngur innan höfuðborgarsvæðisins og til og frá borginni með því að dreifa umferð, minnka álag á öðrum stofnvegum og stytta ferðatíma. 

sjá nánar hérna…..


Hægt er að lesa skýrslunar / kynninguna hérna…..

Email, RSS Follow

Einar Hansberg Árnason sló gær heimsmet

08 feb 2021
Baldvin
0
Einar Hansberg Árnason, Grafarvogur

Rúv greinir frá þessu á vef sínum

Einar Hansberg Árnason sló í gær heimsmet þegar hann lyfti samtals 528.090 kílóum í réttstöðulyftu á einum sólarhring. Heimsmetið tileinkar hann baráttunni fyrir velferð barna.

Einar var lengst af með 60 kíló á stönginni en undir morgun létti hann í 45 kíló. Lyfturnar urðu samtals 9.287. Metið verður sent heimsmetabók Guinnes til staðfestingar sem mesta þyngd sem lyft er á einum sólarhring. Um hádegisbil tók Einar seinustu lyftuna við mikinn fögnuð viðstaddra í Crossfit Reykjavík í Faxafeni. Hann setti markið á að slá fyrra met sem var 521 tonn á einum sólarhring og því bætti hann það um rúmlega 7 tonn.

  • Sjá einnig: Metri fyrir hvert barn sem beitt er ofbeldi

Hann segist vera virkilega þakklátur fyrir þann stuðning og undirtektir sem hann hefur fengið, bæði hjá þeim sem studdu hann í verkefninu og frá almenningi.

„Eftir á var þetta bara mjög gaman, en þetta reyndi á vissulega og það voru erfiðir kaflar, eins og klukkan 9 í morgun þá sigldi skipið í strand í smá stund, en við fundum leið í kringum það, ef maður bara setur hægri fótinn fram fyrir þann vinstri og vinstri fram fyrir hægri þá kemst maður ýmislegt,“ segir Einar.

Einar vill með framtakinu vekja fólk til umhugsunar um velferð barna. Fólk þurfi að hlusta á börnin sín og bæta samskipti við þau. Hann segir að þó að afrekið hafi reynt á sé skrokkurinn í góðu ásigkomulagi.

„Ég er fínn, en það er örugglega eitthvað Endorfín sem er að flæða um líkamann, en ég er mjög stífur,“ 

Ætlarðu að taka æfingu á morgun?

„Nei, en ég hugsa að það sé bara af því að konan mín leyfir mér það ekki,“ segir Einar að lokum og hlær.


Email, RSS Follow
« First‹ Previous45678910Next ›Last »
banner
banner
banner
banner
banner
banner

Gagnlegir tenglar

  • HEILSUGÆSLAN
  • MIÐGARÐUR
  • HVERFIÐ MITT
  • MOJE_S_SIEDZTWO
  • MANO_KAIMYNIST_JE
  • MY NEIGHBOURHOOD

Börnin okkar

  • FRAMHALDSSKÓLAR
  • GUFUNESBÆR
  • LEIK OG GRUNNSKÓLAR
  • SKÁTAFÉLAGIÐ HAMAR
  • TÓNLISTARSKÓLINN

GRAFARVOGSBÚAR Á FLICKR

Allur réttur áskilinn © 2024
www.grafarvogsbuar.is