GOTT GENGI FJÖLNIS Á MEISTARAMÓTI ÍSLANDS

95. Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum fór fram um helgina, 12.- 13. júní á Akureyri. Á mótið voru skráðir til leiks 154 keppendur frá sautján félögum og áttum við þar 14 keppendur. Gaman er að segja frá því að boðhlaupssveitirnar okkar tóku sitthvor gullverðlaunin á mótinu. Í 4 X 400 m boðhlaupssveit kvenna voru: Vilhelmína Þór, Guðný Lára, Helga Þóra og Sara. Í 4 X 400 m boðhlaupssveit karla voru Guðmundur, Daði, Kjartan Óli og Bjarni Anton. Einnig unnu Fjölniskeppendur til ferna silfurverðlauna og einna bronsverðlauna. 

Silfurverðlaun fengu:

Helga Þóra Sigurjónsdóttir fyrir Hástökk.

Vilhelmína Þór Óskarsdóttir fyrir 100m hlaup

Bjarni Anton Theodórsson fyrir 400 m hlaup

Kjartan Óli Ágústsson fyrir 800m hlaup

Bronsverðlaun fékk:

Vilhelmína Þór Óskarsdóttir fyrir  400m hlaup.

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.