32 börn og ungmenni fengu nemendaverðlaun

hopur3godNemendaverðlaun skóla- og frístundaráðs voru afhent í 14. sinn 23. maí og fór athöfnin fram í Vættaskóla í Grafarvogi.

Grunnskólarnir í borginni tilnefna nemendur til verðlaunanna og bárust að þessu sinni 32 tilnefningar um nemendur sem þykja hafa skarað fram fram úr í námi,  félagsfærni, virkni í félagsstarfi eða hafa sýnt frábæra frammistöðu á tilteknu sviði í skólastarfinu. Handhafar verðlaunanna voru úr 4. – 10. bekk og voru skólafélögum sínum fyrirmyndum á ýmsum sviðsum, s.s. í íþróttum, listum, samskiptahæfni, nýsköpun og tæknimennt.
Allir verðlaunahafar fengu bók og viðurkenningarskjal. Í ár fengu þeir bókina Koparborgin eftir Ragnhildi Hólmgeirsdóttur sem hlaut barnabókaverðlaun skóla- og frístundaráðs sem besta frumsamda íslenska bókin á árinu 2015 og yngri verðlaunahafar fengu bókina Ugla og Fóa og maðurinn sem fór í hundana eftir Ólaf Hauk Símonarson en Linda Ólafsdóttir fékk barnabókaverðlaunin fyrir myndskreytingar sínar í bókinni.
Við athöfnina í Vættaskóla léku nemendur á hljóðfæri, m.a. Eurovisionlög á píanó fiðlu og trommur.
Handhafar nemendaverðlauna 2016 eru:
Ingimundur  Bergmann Sigfússon 10. bekk Austurbæjarskóla
Berglind Björnsdóttir 10. bekk Árbæjarskóla
Kári Freyr Kristinsson 7. bekk Ártúnsskóla
Kristófer Karl Guðnason 9. bekk Breiðholtsskóla
Mikael Trausti Viðarsson 5. bekk Dalskóla
Mary Jemrio Soriano Malana 10. bekk Fellaskóla
Auðun Bergsson 8. bekk Foldaskóla
Brynhildur Hjaltested 7. bekk í Fossvogsskóla
Tómas Viðar Árnason 10. bekk í Hagaskóla
Sóley Nótt Jerzysdóttir 7. bekk í Hamraskóla
Benedikt Aron Sigurþórsson 10. bekk í Háaleitisskóla
Einar Þorri Arnarson 10. bekk í Hlíðaskóla
Ísak Richardshann 10. bekk í Hólabrekkuskóla
Stefanía Tera Hansen 6. bekk í Húsaskóla
Katla Björg Jónsdóttir 10. bekk í Kelduskóla
Jóhann Stígur Eiríksson 10. bekk í Klettaskóla
Jóhanna Líf Sigþórsdóttir 10. bekk í Klébergsskóla
Finnur Kaldi Jökulsson 10. bekk Landakotsskóla
Þorgils Máni Jónsson 10. bekk Laugalækjarskóla
Hlynur Þórhallsson 5. bekk Laugarnesskóla
Vigdís Selma Sverrisdóttir 7. bekk Melaskóla
Guðjón Ingi Rúnarsson 10. bekk Norðlingaskóla
Alexandra Naomí Ástudóttir 5. bekk Reykjavik International School
Sædís Ósk Gunnlaugsdóttir 10. bekk Rimaskóla
Anna Kolbrún Ólafsdóttir 7. bekk Selásskóla
Sóley Halldórsdóttir 10. bekk Seljaskóla
Dharma Elísabet Tómasdóttir 4. bekk í Skóla Ísaks Jónssonar
Rannveig Klara Guðmundsdóttir 10. bekk Sæmundarskóla
Jens Arinbjörn Jónsson 10. bekk Tjarnarskóla
Lovísa Halldórsdóttir 9. bekk Vogaskóla
Kristján Gylfi Þórisson 10. bekk Vættaskóla
Elínborg Una Einarsdóttir 9. bekk Ölduselsskóla

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.