1. apríl í Vættaskóla

1_april_Borgir_heimasida2Í tilefni dagsins vorum við með lítið og nett aprílgabb.  Það var látið berast út að þekktur fótboltakappi myndi heiðra okkur með nærveru sinni í hádegisfrímínútum og jafnvel gefa eiginhandaraáritanir.

Margir voru vantrúaðir en tóku samt ekki áhættuna á að missa af hugsanlegum stórviðburði og vildu vera með á hópmynd.

Þegar það kom í ljós að þetta var grín þá ákváðu nokkrir nemendur að vera ekkert að svekkja sig á því og fengu eiginhandaráritun hjá Marinó deildarstjóra í staðinn.

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.