Arnar Gunnarsson verður áfram þjálfari Fjölnis
Haldinn var stjórnarfundur í handknattleiksdeild Fjölnis síðastliðinn mánudag. Formaður deildarinnar lagði þar til sáttartillögu sem var samhljóða samþykkt.
Tillagan hefur verið samþykkt af Arnari Gunnarssyni þjálfara. Af gefnu tilefni vill formaður deildarinnar árétta að hann hefur ekki staðið einn í þessu máli og að það er mjög leitt hvernig mál þróuðust.
Fjölnismenn munu nú aftur snúa bökum saman og þétta raðirnar. Framundan eru spennandi og mikilvægir tímar.
Áfram veginn, áfram Fjölnir.
Aðalsteinn Snorrason, formaður hkd. Fjölnis