Handknattleiksdeild Fjölnis í samstarfi við
BYLGJUNA, ÍSLENSKA GÁMAFÉLAGIÐ, SENDIBÍLA REYKJAVÍKUR
Umhverfisdagur Fjölnis 9. september 2017
Allir þátttakendur mæta við Fjölnishús laugardaginn 9. september kl. 10:30 stundvíslega.
Þar taka flokkstjórar við þátttakendum en þeir munu allir hafa fengið þjálfun og kynningu á sorpflokkun hjá Íslenska gámafélaginu.
Skipt verður upp í fjóra ca. 20 manna hópa.
Hópar 1 og 2 ganga frá Fjölnishúsi niður að læk innst í Grafarvogi og hefjast þar handa kl. 11:00. Það fjarar hratt út á þessum tíma til kl. 14:00 skv. flóðatöflu.
Hóp 3 verður skutlað niður að fjörunni norðan Hamrahverfis
Hópur 4 er staðsettur hjá Gylfaflöt en þar munu meistaraflokksleikmenn hefjast handa.
Hóparnir munu svo allir vinna sig að Gullinbrú en þar verða staðsettir gámar frá Íslenska gámafélaginu.
Sendibílar Reykjavíkur verða með í för til að létta á þátttakendum og munu taka sorp á ákveðnum stöðum og verða þeir í sambandi við flokkstjóra.
Stefnt er að því að allir flokkarnir hittist við gámana við Gullinbrú fyrir kl. 14:00 en þaðan verður farið upp í Fjölnishús.
Þar verður boðið upp á grillaðar pyslur fyrir alla þátttakendur en á meðan fer fram leikur meistaraflokks kvenna í knattspyrnu við lið Einherja.
Það er von okkar að verkefnið hafi bæði góð samfélagsleg og jafnframt uppeldisleg áhrif og verði árviss viðburður í framtíðinni en mikil vitundarvakning hefur átt sér stað um náttúru okkar og umhverfi og umgengni manna. Mikill áhugi hefur verið á verkefninu og er það von okkar Fjölnismanna að sá áhugi endurspeglist í góðri þátttöku þann 9. september.