U20/2.FLOKKUR KVENNA ERU DEILDARMEISTARAR 2022

U20/2.FLOKKUR KVENNA ERU DEILDARMEISTARAR 2022

Stelpurnar unnu glæsilegan 4-1 sigur gegn ÍBV í dag og urðu því deildarmeistarar með 39 stigum úr 14 leikjum sumarsins.

Frábær árangur sem félagið er stolt af. Innilega til hamingju!

Fyrirliðar liðsins í sumar hafa verið þrír, Hrafnhildur Árnadóttir, Tinna Haraldsdóttir og Sóley Vivian og hafa skipt því hlutverki á milli sín á tímabilinu. Markahæstar í sumar hafa verið þær Emilía Sævarsdóttir með 20 mörk og Aníta Björk Sölvadóttir með 17 mörk. Markmaður liðsins er Elínóra Ýr Kristjánsdóttir.

Lið sumarsins og deildarmeistarar 2022:

Elínóra Ýr Kristjánsdóttir, Silja Fanney Angantýsdóttir, Tinna Haraldsdóttir, Laila Þóroddsdóttir, Hrafnhildur Árnadóttir, Bríet Rut Þórðardóttir, Eva María Smáradóttir, Auður Dís Kristjánsdóttir, Ásdís Birna Þórarinsdóttir, Anna Kolbrún Ólafsdóttir, Lilja Hanat, Marta Björgvinsdóttir, Sara Montoro, Anna María Bergþórsdóttir, Sunna Gló Helgadóttir, Hjördís Erla Björnsdóttir, Emilía Sif Sævarsdóttir, Adna Mesetovic, Aldís Tinna Traustadóttir, Aníta Björg Sölvadóttir, Elva Katrín Elvudóttir, Freyja Dís Hreinsdóttir, Gréta Lind Jökulsdóttir, Guðrún Helga Guðfinnsdóttir, Hlín Heiðarsdóttir, Hrefna Margrét Guðmundsdóttir, María Eir Magnúsdóttir, Sóley Vivian Eiríksdóttir, Sóllilja Harðardóttir, Vala Katrín Guðmundsdóttir, Íris Brynja Sigurdórsdóttir og Ísabella Sara Halldórsdóttir.

Þjálfarar liðsins og liðsstjórar: Júlíus Ármann Júlíusson, Theódór Sveinjónsson, Arna Björgvinsdóttir og Kristbjörg Harðardóttir

#FélagiðOkkar

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.