TORG skákmótið á Skákdegi Íslands – Ókeypis þátttaka – ókeypis veitingar – 40 verðlaun

Skákdeild Fjölnis býður öllum grunnskólabörnum að taka þátt í  TORG skákmótinu sem fram fer í 14. sinn í Rimaskóla Grafarvogi. Strætó – leið 6 stoppar nálægt skólanum. Mótið hefst kl. 11:00 laugardaginn 26. janúar og því lýkur kl. 13:15. Þetta er tilvalið skákmót fyrir alla áhugasama skákkrakka á aldrinum 6 – 16 ára.

Sex umferðir og tímamörkin 5 + 2. Krakkar, mætið tímanlega til skráningar.
TORG skákmótið er einkar vinsælt ekki síst fyrir fjölda vinninga og ókeypis veitinga frá Emmess ís og Hagkaupum. Foreldrar geta fylgst með, keypt sér kaffi og kexkökur á vægu verði og haft það huggulegt í félagsmiðstöðinni í skólanum.

Fyrirtækin Hagkaup Spönginni, Emmess ís, Disney og fyrirtækin á Torginu , verslunarmiðstöðinni við Hverafold; Pizzan, Bókabúð Grafravogs, CoCo´s, RS blóm gefa allt að 40 áhugaverð verðlaun.

Auk verðlaunanna 40 verða afhentir þrír verðlaunagripir fyrir efstu sætin í eldri og yngri flokki og í stúlknaflokki.

Nú er bara að taka tímann frá strax og mæta tímanlega til skráningar annan laugardag, 26. janúar 2019.

Nánari upplýsingar um Skákdaginn.

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.