Tíu umsækjendur eru um embætti prests í Grafarvogsprestakalli Reykjavíkurprófastsdæmi eystra. Embættið veitist frá 1. september nk.
Umsækjendurnir eru mag. theol. Anna Þóra Paulsdóttir, mag. theol. Arnór Bjarki Blómsterberg, séra Fritz Már Berndsen Jörgensson, dr. Grétar Halldór Gunnarsson, séra Jón Ásgeir Sigurvinsson, can.theol. María Gunnarsdóttir, séra Páll Ágúst Ólafsson, séra Sigfús Kristjánsson, séra Stefán Már Gunnlaugsson og cand.theol. Sylvía Magnúsdóttir.
Frestur til að sækja um embættið rann út 8. ágúst sl. Matsnefnd um hæfni til prestsembættis mun velja þrjá – fimm hæfustu umsækjendurna og kýs kjörnefnd prestakallsins síðan prest úr þeim hópi. Kjörnefnd prestakallsins er skipuð 29 einstaklingum auk prófasts sem leiðir störf nefndarinnar. Biskup Íslands skipar í embættið í samræmi við niðurstöðu kosningar kjörnefndarinnar.