Teqball borðin við Egilshöll formlega tekin í notkun.

Búið er að koma upp Teqball velli við Egilshöll í Grafarvogi og var formleg opnun á honum sumardaginn fyrsta..

Teqball er nýleg íþrótt sem spiluð er á borði sem svipar til borðtennisborðs. Íþróttin á auknu fylgi að fagna um alla veröld og því erum við stolt að opna þennan nýja völl fyrir almenning. Borðin eru tvö og staðsett á upphituðum og upplýstum gervigrasvelli við Egilshöll.

Borðin voru fjármögnuð með styrk frá íbúaráði Grafarvogs og er aðal sprautan á bakvið verkefnið Grafarvogsbúinn og Fjölnismaðurinn, Gunnar Hauksson sem einnig er knattspyrnuþjálfari hjá félaginu.

Borðin eru frábær viðbót við það flotta íþróttastarf sem fram fer í Egilshöll og óskar Fjölnir öllum Grafarvogsbúum gleðilegs sumars. #Félagið Okkar

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.