Innsýn | myndlistarsýning
Borgarbókasafnið | Menningarhús Spönginni Fimmtudaginn 2. mars kl. 17.00
Aðgangur ókeypis – allir velkomnir!
Sýningin veitir innsýn í Gallerí Korpúlfsstaði enda eiga listamennirnir sem sýna það sameiginlegt að vera með vinnuaðstöðu og reka gallerí í hinni sögufrægu byggingu Korpúlfsstöðum. Gallerí Korpúlfsstaðir var stofnað árið 2011 en vinnustofur listamanna hafa verið þar til húsa um margra ára skeið. Árið 2016 hlaut galleríið Máttarstólpann, menningarverðlaun hverfisráðs Grafarvogs.
Á sýningunni eru listaverk af ýmsum toga s.s. málverk, grafík, textíll og leir. Listamennirnir sem sýna eru: Anna S. Gunnlaugsdóttir, Ásdís Þórarinsdóttir, Beta Gagga, Dóra Kristín Halldórsdóttir, Edda Þórey Kristfinnsdóttir, Gunnhildur Ólafsdóttir, Hafdís Brands, Marilyn Herdís Mellk, Sigrún Sveinsdóttir, Valgerður Björnsdóttir og Þórdís Elín Jóelsdóttir.
Sýningin verður opnuð fimmtudaginn 2. mars kl. 17 og stendur út apríl.
Nánari upplýsingar veitir:
Katrín Guðmundsdóttir,
deildarstjóri í Borgarbókasafninu í Spönginni,
katrin.gudmundsdottir@reykjavik.is
Sími 411 6230