Alltaf er maður að hugsa um Fjölnir! Á fundi Íþrótta-og tómstundaráðs Reykjavíkur í dag, lagði ég fram eftirfarandi tillögu til að formlega sé hægt að sækja á þetta næsta hitamál íþróttafólks hverfisins.
„Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkurborgar hefur formlega undirbúningsvinnu með Ungmennafélaginu Fjölni við hönnun, teikninga og kostnaðaráætlunar á yfirbyggðri áhorfendastúku við knattspyrnuvöll félagsins við Dalhús, Grafarvogi. Lagt er upp með að teikningar og kostnaðaráætlun verði tilbúin á haustdögum líðandi árs svo hægt sé að taka ákvörðun um hvort hægt er að ráðast í að styðja félagið í framkvæmd á komandi vetri.
Ungmennafélagið Fjölnir er eitt yngsta hverfisíþróttafélag Reykjavíkurborgar með 20% barna og unglinga Reykjavíkurborgar. Félagið hefur öflugt bæði karla og kvenna starf í knattspyrnunni og spilað í úrvaldsdeild undanfarin ár. Uppbygging innviða í Grafarvogi þessa þrjátíu ára hverfis er þennan þáttinn varðar er eftir öðrum, en fyrir hafa KR, Valur, Víkingur, Þróttur og Fylkir notið stuðnings borgarinnar í að byggja yfirbyggða áhorfendastúkur við aðalkeppnisvelli félaganna/hverfanna.“ Trausti Harðarson sendi þessa frétt.