Stelpurnar töpuðu fyrir KR í gærkvöldi

Fjölnir - IIMeistaraflokkur kvenna í knattspyrnu tapaði fyrir KR 2-0 á Fjölnisvelli í gærkvöld í B-riðli 1. deildarinnar.

KR-konur byrjuðu leikinn af miklum krafti og skoruðu fyrsta markið strax á 11. mínútu. Eitthvað virtist lið Fjölnis slegið út af laginu og náðu stelpurnar illa að halda bolta innan liðsins. KR bætti við öðru marki rétt fyrir leikhlé þegar vörn Fjölnis opnaðist illa og leiddu gestirnir úr Vesturbænum því örugglega 2-0 í hálfleik. Seinni hálfleikurinn var mun jafnari, Fjölnisliðið náði nokkrum ágætum köflum en þó tókst hvorugu liðinu á skora og því lönduðu KR-dömur sigrinum.

Þetta var fyrsta tap Fjölniskvenna í deildinni í sumar en liðið er í öðru sæti riðilsins með 16 stig úr sjö leikjum, fjórum stigum á eftir toppliði Grindavíkur sem hefur leikið einum leik meira. Völsungur er  í þriðja sæti, einnig með 16 stig en eftir níu leiki. KR hefur svo fimmtán stig í fjórða sætinu eftir sjö leiki og Höttur fjórtán stig þar á eftir svo ljóst er að baráttan um sætin tvö í úrslitakeppninni verður hörð.

„Við áttum í miklu ströggli í fyrri hálfleiknum, vorum að elta og láta spila okkur út úr leiknum á stórum köflum. Seinni var mun betri hjá okkur án þess þó að við næðum að ógna sterku KR liði neitt að ráði. Við þurfum að girða okkur í brók fyrir næstu helgi þar sem við eigum tvo erfiða útileiki í sólinni Austurlandi.“ –Sagði Siggi þjálfari eftir leikinn.

Liðið: Sonný, Íris (Tanja 46.mín), Elvý, Oddný (Kristjana 64.mín), Kamilla, Ásta, Aníta (Bjarklind 64.mín), Tinna (Regína 75.mín), Stella, Lovísa (Þórhildur 75.mín), Erla Dögg. Erna og Katrín voru a bekknum en komu ekki við sögu.

 

 

Um höfundinn

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.