Tour of Reykjavík er ný hjólreiðakeppni sem íþróttabandalag Reykjavíkur mun halda sunnudaginn 11. september 2016.
Boðið verður upp á fjölbreyttar hjólaleiðir fyrir alla þá sem áhuga hafa á hjólreiðum. Keppnin mun hafa upphaf og endi í Laugardalnum og ýmist hjólað alla leið á Þingvelli eða styttri hringi Í Laugardal og í borginni.
Markmið viðburðarins er tvíþætt, annars vegar að almenningur taki virkari þátt í hjólreiðaviðburðum og ekki síður að efla hjólreiðar á afreksstigi hér innanlands. Vonir standa til að erlend þátttaka aukist ár frá ári sem vonandi mun hvetja innlent hjólreiðafólk til dáða.
Hægt er að skoða leiðirnar, keppnisfyrirkomulag og skrá sig á http://tourofreykjavik.is/
Allir eru hvattir til að skrá sig fyrir 11. ágúst því þá hækkar þátttökugjaldið. Einnig er vakin athygli á því að fyrstu 250 sem skrá sig í 110 km vegalengdina fá bol frá Cintamani.
Velkomið að nota myndir á facebook síðu viðburðarins með fréttum um keppnina, ljósmyndari er Pétur Þór Ragnarsson: https://www.facebook.com/tourofreykjavik/
Kveðja
f.h. Íþróttabandalags Reykjavíkur
Kjartan Freyr Ásmundsson
kjartan@ibr.is
s. 820 6110