Sigursælar Rimaskólastúlkur á Íslandsmóti grunnskóla í stúlknaflokki 2021

Rúmlega 20 stúlkur frá RImaskóla tefldu fyrir hönd skólans á Íslandsmóti grunnskóla, stúlknaflokki laugardaginn 30. janúar. Mótið var haldið að Faxafeni 12 þar sem eru aðsetur TR og Skáksambands Íslands. Góð þátttaka var á mótinu, 26 skáksveitir og þar af 7 frá Rimaskóla eða 27% allra skáksveita. Keppt var um 10 verðalaunagripi, gull, silfur og brons í þremur aldursflokkum. Okkar stúlkur stóðu sig frábærlega og unnu til 5 verðlauna eða 50% allra verðlauna sem í boði voru.

Yngstu stúlkurnar í 2. bekk urðu í 3. sæti á sínu fyrsta móti og komu sjálfum sér og öðrum skemmtilega á óvart. Mesta breiddin og sterkustu skáksveitir Rimaskóla voru í flokknum 3. – 5. bekkur. Skólinn var þarna með 4 sterkar skáksveitir sem lentu í 2., 3., 5. og 6. sæti af 15 sveitum. Í elsta flokknum 6. – 10. bekk lentu A og B sveitir Rimaskóla í 2. og 4. sæti þrátt fyrir forföll tveggja keppenda á síðustu stundu.

Það er sannarlega stelpuskákæði í Rimaskóla og sést það best af fjölda þeirra sem mæta í skákkennslu til Björns Ívars á mánudögum og á skákæfingar Fjölnis á fimmtudögum. Liðsstjórar Rimaskóla á Íslandsmótinu voru þau Helgi Árnason, Hrund Hauksdóttir og Valgerður Jóhannesdóttir.


Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.