Rimaskóli vann þann stóra í skákinni

Sigursveit Rimaskóla 2014

Sigursveit Rimaskóla
2014

Íslandsmót grunnskólasveita í skák , 1. – 10. bekkur,  var haldið í Stórutjarnaskóla í Þingeyjarsýslu að þessu sinni. Rimaskóli sendi eina sveit til keppni, langa og stranga leið norður, og er skemmst frá því að segja að skólinn vann Íslandsmeistaratitil grunnskólasveita fjórða árið í röð eftir hreina úrslitaviðureign við skáksveit Álfhólsskóla í Kópavogi 3,5 – 0,5 í níundu og síðustu umferð mótsins. Skólarnir tveir höfðu verið jafnir nánast alla keppnina og því þótti sígurinn sætur í lokaumferðinni. Í skáksveit Rimaskóla eru Oliver Aron 10- ILK, Nansý 6-EHE, Jóhann Arnar 8-BAS og Kristófer Jóel 9-AKJ. Þjálfari krakkanna og liðsstjóri er stórmeistarinn Hjörvar Steinn Grétarsson fyrrverandi nemandi skólans sem heldur tryggð við sinn gamla skóla og á mikinn þátt í glæsilegum árangri ár eftir ár. Skáksveit Rimaskóla hlaut 30,5 vinninga á Íslandsmótinu af 32 mögulegum. Skáksveitin öðlast þátttökurétt á Norðurlandamóti grunnskóla sem fram fer í Svíþjóð í haust og fær þar tækifæri á að verja Norðurlandameistaratitil síðustu tveggja ára.

__________________________________

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.