Pop-Up Yoga í Gufunesbæ Grafarvogi 5.júlí klukkan 17.30-18.30

Á fimmtudag verður Pop-Up Yoga Reykajvík í fyrsta sinn í Grafarvogi! Við ætlum að finna góða laut í Gufunesi og gera okkur glaðan dag. Allir velkomnir í ókeypis jógatíma undir berum himni, ungir sem aldnir, vanir sem óvanir.

Við erum með nokkrar dýnur til láns en gott er að taka með sér hlýja peysu og/eða teppi fyrir slökunina í lokin. Vonumst til að sjá sem flesta hvort sem sólin lætur sjá sig eður ei!

 

 

 

 

Um höfundinn

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.