Opna GR/ Heineken mótið verður haldið helgina 25. til 26. júlí. Báðir keppnisdagarnir munu fara fram á Korpúlfsstaðavelli. Leikið verður Sjórinn/ Áin og er mótið er 36 holur. Ræst er út frá kl.8:00 báða dagana. Leikfyrirkomulag mótsins eftirfarandi: Tveir leikmenn mynda lið. Leikinn er Betri bolti, punktakeppni. Hámarks forgjöf er gefin 18, eða eitt högg á holu. Ræst er út eftir skori, seinni dag. Upplýsingar um rástíma fyrir seinni dag verður að finna inni á heimasíðu Golfklúbbs Reykjavíkur www.grgolf.is á laugardagskvöldið.
Að móti loknu verður haldin verðlaunaafhending sem verður nánar auglýst seinni keppnisdaginn. Verðlaunaafhending fer þannig fram að allir vinningar mótsins verða á verðlaunaborði. Það lið sem er í fyrsta sæti fær að fara fyrst upp og velja sín verðlaun, svo koll af kolli.
Skráning hefst mánudaginn 20. júlí kl.10:00 á www.golf.is Þátttökugjald er kr.8.000. (á mann) ATH: Mikilvægt er að þeir sem ætla að spila saman í liði séu skráð hlið við hlið í rástíma á golf.is. Greiða þarf við skráningu á www.golf.is
Veitt eru glæsileg verðlaun fyrir 14 efstu sætin. Nándarverðlaun eru á öllum par 3 holum, báða dagana. Verðlaunin eru ekki af verri endanum. Heildarverðmæti vinninga yfir 1.000.000. kr.
Verðlaun:
• Gjafabréf frá GB Ferðum að verðmæti 80.000 kr. x 2
• Evrópuferð með Icelandair að verðmæti 50.000 kr. x 2
• Evrópuferð með Icelandair að verðmæti 50.000 kr. x 2
• Evrópuferð með Icelandair að verðmæti 50.000 kr. x 2
• Evrópuferð með Icelandair að verðmæti 50.000 kr. x 2
• Flug innanlands að eigin vali með Flugfélagi Íslands að verðmæti 30.000 kr. x 2
• Flug innanlands að eigin vali með Flugfélagi Íslands að verðmæti 30.000 kr. x 2
• Flug innanlands að eigin vali með Flugfélagi Íslands að verðmæti 30.000 kr. x 2
• Gjarfabréf með Herjólf fyrir fjóra ásamt vallargjaldi hjá GV fyrir fjóra að verðmæti 33.000 kr. x 2
• Sun Mountain Speedcart V1 þriggja hjóla kerra frá Örninngolf að verðmæti 32.990 kr. x 2
• Gjafabréf fyrir ECCO golfskóm að verðmæti 30.000 kr. x 2
• Golfhringur fyrir fjóra á Grafarholtsvelli að verðmæti 36.000 kr. x 2
• Golfhringur fyrir fjóra á Korpu að verðmæti 36.000 kr. x 2
• Platínukort í Bása að verðmæti 10.950 kr. x 2
Allir keppendur fá teiggjafir frá Rolf Johansen & Company.
Golfklúbbur Reykjavíkur