Kjarvalsstaðir 17. nóvember kl. 17.15
Nýtt stjórnkerfis- og lýðræðisráð Reykjavíkurborgar mun halda opinn fund á Kjarvalsstöðum, mánudaginn 17. nóvember kl. 17.15. Yfirskrift fundarins er Málefni hverfanna
Formaður ráðsins Halldór Auðar Svansson mun bjóða fólk velkomið.
Hilmar Sigurðsson fjallar um hverfisráð og hverfalýðræði
Óskar Dýrmundur Ólafsson segir frá Breiðholtsverkefninu.
Eva Einarsdóttir varaformaður ráðsins flytur hugvekju í lok fundar.
Þetta er spennandi fundur sem er öllum opinn þátttakendum að kostnaðarlausu.