Þá er komið að opnu húsi.
Listamenn á Korpúlfsstöðum opna vinnustofur sínar og bjóða gesti velkomna í heimsókn.
Það er tilvalið að bregða sér í heimsókn á stórbýlið við borgarmörkin, heimsækja listamenn, skoða húsið, finna fyrir sögunni og njóta veitinga.
Á hlöðuloftinu kl 15 verður flutt átta manna kórverk/gjörningur „Rational Inattention“ eftir listakonuna Rosie Heinrich gestalistamann SÍM.
Verkið fjallar um íslenska efnahagshrunið 2008 og er megistef tónverksins laglína vögguvísunnar „Sofðu unga ástin mín“
Veitingar verða í Rósukaffi
Allir að taka frá daginn og koma að heimsækja okkur listamennina og fallega Galleríið okkar.