Oliver Aron Norðurlandameistari í skák á 30 ára afmælisdegi Fjölnis

Hinn tvítugi og efnilegi skákmeistari Fjölnis, Oliver Aron Jóhannesson varð í dag Norðurlandameistari 20 ára og yngri í skólaskák. Norðurlandamótið var að þessu sinni haldið í Finnlandi.

Oliver Aron var fjórði stigahæsti skákmaðurinn í A flokki en lét það engu skipta, tefldi af miklu öryggi og endaði mótið á 30 ára afmælisdegi Fjölnis með tveimur glæsilegum sigurskákum.

A flokkurinn var afar jafn og fyrir síðustu umferðina voru fjórir skákmenn jafnir með 3,5 vinninga. Oliver Aron náði strax góðri stöðu gegn sænskum unglingameistara í lokaskákinni og sá sigur dugði á 1. sætið. Þess má geta að árið 2013 var Oliver Aron kjörinn íþróttamaður Fjölnis þá nemandi í Rimaskóla. Hann varð 4 sinnum Norðurlandameistari með Rimaskóla.

Umf. Fjölnir óskar Oliver Aron til hamingju með þennan frábæra árangur og þakkar honum fyrir góða og eftirminnilega afmælisgjöf

 

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.