Borgarráð hefur samþykkt að heimila umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út framkvæmdir við gönguleiðir fyrir um 120 milljónir króna.
Um er að ræða aðgerðir sem tengjast lækkun á umferðarhraða við gönguþveranir og er þeim ætlað að bæta öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda.
Framkvæmt verður á 65 stöðum víðs vegar í borginni og settar sebragangbrautir á upphækkaðar gönguþveranir auk viðbótarskilta í eftirtöldum hverfum þar sem hámarkshraði er 30 kílómetrar á klukkustund; í Laugarnesi, Langholtshverfi, Grafarvogi, Grafarholti, Breiðholti og Kjalarnesi.
Sérstök áhersla er lögð á að bæta öryggi á gönguleiðum skólabarna.