Í sumar verða 111 þúsund fermetrar af malbiki lagðir á rúma 16 km gatna í Reykjavík. Það er fyrir utan vinnu Vegagerðarinnar við stofnbrautir og malbiksviðgerðir.
Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar gerir ráð fyrir 690 milljónum í malbikun nú í ár og er það 250 milljón króna hækkun frá síðasta ári. Framlag í ár er það sama og var árið 2008 að núvirði. Malbikun í Reykjavík var boðin út í tveimur hlutum og er Malbikunarstöðin Höfði lægstbjóðandi í báðum útboðum.
Vegfarendur eru beðnir um að sýna aðgát við framkvæmdasvæði og virða hraðatakmarkanir og merkingar um hjáleiðir.
Smella á kort til að sjá stærra.
Hér fyrir neðan er listi yfir þær götur og götuhluta sem verða malbikaðir í sumar. Ath. á þessum lista eru ekki götur sem Vegagerðin sér um, né heldur einstaka malbiksviðgerðir.