Loksins, loksins skákæfing

LOKSINS, LOKSINS skákæfing

Skákdeild Fjölnis boðar ykkur þann gleðiboðskap að skákæfingar á fimmtudögum hefjist að nýju næsta fimmtudag 19. nóv. í Rimaskóla kl. 16:30 – 18:00.

Á æfingunni verður passað upp á að ekki verði fleiri en 25 þátttakendur í hverju rými. Salurinn, bókasafnið og skákkennslustofan verða skákstöðvar. Landsliðsskákkonan 

Jóhanna Björg bætist í hóp leiðbeinanda og stjórnenda á aldeilis réttum tíma svona rétt eftir Netflix þættina „Queen´s Gambit“.

Skák er afar skemmtileg tómstund. Á skákæfingum Fjölnis er boðið upp á  upphitun, kennslu, keppni, verðlaun og veitingar í skákhléi.

Í nóvember verður boðið upp á pólskt súkkulaðikex í umbúðum (PP) í skákhléi. Við hvetjum síðan þátttakendur til að þvo sér um hendur og spritta sig á meðan á skákæfingu stendur.

Hlökkum til að hitta hópinn, stráka og stelpur.

Kveðja   Helgi 

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.