Lögreglan þakkar veitta aðstoð vegna slyss á Gullinbrú: „Ómetanleg“

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vill koma á framfæri þakklæti til vegfarenda sem veittu lögreglu aðstoð á Gullinbrú í gærmorgun þar sem alvarlegt umferðarslys varð. „Vegfarendur aðstoðuðu lögreglu við að koma slösuðum einstaklingi til hjálpar, en slík aðstoð er ómetanleg þegar á þarf að halda,“ skrifar lögreglan á Facebook í dag.

Slysið varð á tíunda tímanum í gærmorgun á Gullinbrú í Grafarvogi. Maður slasaðist alvarlega í slysinu. Vísir greindi frá því í gærkvöldi að hann væri á gjörgæslu, þar sem honum var haldið sofandi í öndunarvél.

Bíllinn sem maðurinn ók valt á miðjum veginum og þurfti að loka Gullinbrú um tíma vegna slyssins.

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.