Lokasýning nemenda á listnámsbraut Borgarholtsskóla opnar í Borgarbókasafninu menningarhúsi Spönginni fimmtudaginn 3. maí kl. 17 – 19. Þeir listnámsbrautarnemendur sem eiga verk á sýningunni hafa sérhæft sig í grafískri hönnun. Verk þeirra eru fjölbreytt, á sýningunni eru m.a. teikningar, skjáverk, bækur og margskonar önnur prentverk ásamt ferilmöppum.
Þeir sem eiga verk á sýningunni eru: Birkir Elís Benediktsson,
Bjarmi Bergþórsson, Björn Andri Bergsson, Brynjar Þór Agnarsson, Brynjar Þór Agnarsson, Magnús Valur Willemsson Verheul og Yasser Ali Anbari.