Hverfisráð Grafarvogs óskar eftir við Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar að skipt verði um nafn á götu í hverfinu þ.e. „Hallsvegur“ verði framvegis nefndur „Fjölnisbraut“. Vegur þessi tengir saman stóran hluta Grafarvogs við helstu íþrótta- og frístundamannvirki hverfisins.
Meðal annars liggur vegur þessi meðfram keppnisíþróttavelli og sundlaug við Dalhús og leggur leið að hinni glæsilegu Egilshöll og einnig að frístundasvæðinu við Gufunes. Það er því kjörið að vegur þess hafi tengingu í stolt Grafarvogs þ.e. Ungmennafélagið Fjölni.
Tillagan var samþykkt af hverfisráðinu, fór í gegnum Umhverfis og skipulagsráð borgarinnar yfir í nafnanefnd sem var ekki alveg sannfærð.
Til að styðja aftur við málið þarf frekari rök og stuðning.
Þannig að ef Grafarvogsbúum líst vel á LIKE-ið og þið teljist stuðningsmenn tillögunnar og ef þið hafið góð rök eða líst extra vel á endilega „commentið líka“ 🙂