Í alþingiskosningunum sem fara fram í dag verða alls 15 kjörstaðir í Reykjavíkurkjördæmum norður og suður. Kjörfundur hófst kl. 9.00 í morgun og honum verður slitið kl. 22.00. Kjörstaðir í Grafarvogi eru á tveimur stöður, annars vegar í Íþróttamiðstöðinni í Dalhúsum og í Vættaskóla Borgir hins vegar.
Allar upplýsingar um kosninguna er að finna á www.kosning.is en kjörskrá liggur einnig frammi í afgreiðslu Ráðhúss Reykjavíkur.
Kosningin hefur farið rólega af stað en á fyrsta klukkutímanum í morgun höfðu tæplega 1400 kjósendur í Reykjavík kosið. Þetta þykir ekki mikið en veðrið var leiðinlegt sem gæti hafa komið niður á kjörsókninni. Um 92 þúsund eru á kjörskrá í Reykjavík.
Veðrið á höfuðborgarsvæðinu á að batna eftir sem líður á daginn.