Hagkaup hefur gert samning við Fjölnir um stuðning við barna og unglingastarf knattspyrnudeildar.
Hagkaup hefur rekið verslun í Fjölnishverfinu í á annan áratug og er stollt af að geta stutt við það góða starf sem unnið er hjá félaginu.
Með styrktarsamningi sem þessum vill Hagkaup leggja sitt á vogaskálarnar við að efla hreyfingu og heilbrigði barna og unglinga hjá Fjölni og í austurborginni allri.
Undirskrift samningsins fór fram í Hagkaup spönginni, en búið er að umbreyta þeirri verslun og lengja opnunartímann í sólarhringsopnun.
Fyrir okkur í Fjölni er þetta mikil viðurkenning á því góða starfi sem félagið stendur fyrir og setur aukinn kraft í okkar metnaðarfulla starf sem við viljum standa fyrir á ókomnum árum.
Fjölnir býður Hagkaup velkomin í hóp ánægðra samstarfsaðila félagsins.