Miðvikudagskvöldið 16. desember ætlum við að eiga notalega kvöldstund í kirkjunni okkar, syngja jólalög og bjóða upp á heitt súkkulaði og smákökur eftir sönginn.
Tónleikarnir hefjast kl 20 og verða miðar seldir við innganginn á 2000 kr. Frítt fyrir 12 ára og yngri.
Kórinn er þekktur fyrir létta og öðruvísi tónlist. Við munum meðal annars syngja útsetningar eftir Michael McGlynn, sem stjórnar írska sönghópnum Anúna, og Pentatonix sem er a cappella sönghópur sem tekur vinsæl lög og syngur þau án undirleiks.
Hilmar Örn Agnarsson stjórnar herlegheitunum, Kjartan Valdimars spilar á píanó, Gunnar Hrafns verður á kontrabassa og Kristinn Ágústsson beatboxari verður með okkur í tveimur lögum.
Komið og njótið með okkur kæru vinir og eigið notalega og gefandi stund með okkur.