• HEIM
  • HAFÐU SAMBAND
facebook
email
Helgihald kyrruviku og páska í Grafarvogskirkju
Fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur 12. mars 2025
Keldnaland – niðurstöður samkeppni
Mjólkurbikar KSÍ 2024
Frábær árangur hjá 4 flokki kvenna í knattspyrnu á Barcelona girls Cup:
  • HEIM
  • FRÉTTIR
  • MYNDIR
    • MYNDIR ÚR HVERFINU
  • HVERFIÐ OKKAR
    • VIÐBURÐIR
    • GALLERÍ KORPÚLFSSTAÐIR
    • ATVNNULÍFIÐ
      • VERSLUNARKJARNAR
        • BREKKUHÚSUM
        • HVERAFOLD
        • KORPUTORG
        • LAUFRIMA 21
        • SPÖNGIN
      • Sorpa
        • HVERFISSKIPULAG REYKJAVÍKUR
        • Hlutverk
        • Pappír er ekki rusl
    • FÉLAGASAMTÖK
      • KORPÚLFAR – FÉLAG ELDRI BORGARA Í GRAFARVOGI
      • SKÁTARNIR
    • GRAFARVOGSKIRKJA
      • Fermingar 2020
      • KIRKJUBYGGINGIN
      • LOGAFOLD SAFNAÐARBLAÐ
    • GÖNGU OG HJÓLALEIÐIR
    • HVERFISRÁÐ
      • HVERFIÐ Í TÖLUM
    • Heilsugæsla í Grafarvogi
    • ÍTR
      • GUFUNESBÆR
    • KORT AF GRAFARVOGI
    • MENNING OG LISTIR
      • KARLAKÓR GRAFARVOGS
      • MENNINGARHÚS SPÖNGINNI
    • SAGA GRAFARVOGS
      • KORPÚLFSSTAÐIR
    • SKÓLARNIR Í GRAFARVOGI
      • FÉLAGSMIÐSTÖÐVAR
      • FRAMHALDSSKÓLAR
      • FRÍSTUNDAHEIMILI
      • HEIMILI OG SKÓLI – LANDSSAMTÖK FORELDRA
        • FORELDRASÁTTMÁLINN
      • LEIK- OG GRUNNSKÓLAR
      • TÓNLISTARSKÓLINN
      • TÓNSKÓLI HÖRPUNNAR
    • STOLT GRAFARVOGS
    • ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐVAR
      • DAGFORELDRAR
        • DAGFORELDRAR Í HVERFINU
      • FÉLAGSMIÐSTÖÐ Í SPÖNG
      • ELDRI BORGARAR
      • FERÐAÞJÓNUSTA FATLAÐS FÓLKS
      • FÉLAGSLEG RÁÐGJÖF
      • FÉLAGSLEGAR ÍBÚÐIR
      • FJÁRHAGSAÐSTOÐ
      • SÉRFRÆÐIAÐSTOÐ VIÐ GRUNNSKÓLA
      • SKAMMTÍMAVISTUN ÁLFALAND
  • AÐSENT EFNI
    • DALE CARNEGIE
      • NÆSTA KYNSLÓÐ
    • TAPAÐ – FUNDIÐ
    • JÓLIN Í GRAFARVOGINUM
  • ÍÞRÓTTIR
    • FJÖLNIR
      • Sumarnámskeið 2019
      • Sumarnámskeið 2018
      • Sumarnámskeið 2016
    • GOLFKLÚBBUR REYKJAVÍKUR – KORPA
    • ÍÞRÓTTIR OG ÚTIVERA
    • GRAFARVOGSLAUG
      • ALMENNAR UPPLÝSINGAR
  • UM OKKUR

Jólaskákmót TR var haldið í dag.

30 nóv 2014
Baldvin
0
Aðsent efni, Barnastarf, Börn, Grunnskólar Grafarvogs, Jólaskákmót, Skák, Skólastarf

WP_20141130_020_vefirHátt í 200 börn settust til tafls í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur í dag er teflt var í yngri flokki Jólaskákmóts TR og Skóla og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Óhætt er að segja að vel hafi tekist til, bæði við framkvæmd mótsins en ekki síður á taflborðunum sjálfum þar sem hart var tekist á í drengilegri keppni. Mótið var tvískipt og hóf Suður riðill keppni kl.10:30 en Norður riðill hófst klukkan 14:00.

 

Í Suður riðli -opnum flokki- vann Ölduselsskóli með miklum yfirburðum enda einkar vel skipuð skáksveit með reynslumikla skákmeistara á hverju borði. Sveitin hlaut hvorki fleiri né færri en 23 vinninga í 24 skákum! Keppnin um annað sætið og þar með sæti í úrslitum var æsispennandi. Fyrir síðustu umferð hafði Háteigsskóli 1,5 vinnings forskot á Norðlingaskóla en sveitirnar mættust einmitt í síðustu umferðinni. Að loknum þremur skákum leiddi Norðlingaskóli 2-1 og þurfti því sigur í síðustu skákinni til að tryggja sér annað sætið. Eftir mikinn barning fór þó svo að skákin endaði með jafntefli og þar með tryggði Háteigsskóli sér annað sætið þrátt fyrir að tapa viðureigninni 1,5-2,5. Háteigsskóli hlaut 16 vinninga en Norðlingaskóli varð í þriðja sæti með 15,5 vinning.

 


Í Norður riðli -opnum flokki- vann Rimaskóli með sömu yfirburðum og Ölduselsskóli fyrr um daginn. Hin feykisterka skáksveit Rimaskóla hlaut 23 vinninga í 24 skákum! Fossvogsskóli endaði í öðru sæti með 19 vinninga. Það má með sanni segja að þessar tvær sveitir hafi verið í nokkrum sérflokki. Ingunnarskóli endaði í 3.sæti með 16,5 vinning.

Í stúlknaflokki voru tvær sveitir efstar og jafnar með 13 vinninga; Melaskóli og Breiðholtsskóli. Því þurfti að grípa til stigaútreiknings til að fá fram sigurvegara og þá kom í ljós að skáksveit Melaskóla hafði hlotið efsta sætið en Breiðholtsskóli varð í 2.sæti. Í 3.sæti varð stúlknasveit Rimaskóla en hún hlaut 12,5 vinning. Skammt þar á eftir kom Ingunnarskóli með 11 vinninga.
Á morgun, mánudag, verður teflt til úrslita í opnum flokki yngri flokks. Þar mætast Rimaskóli, Ölduselsskóli, Fossvogsskóli og Háteigsskóli. Rimaskóli sigraði á mótinu í fyrra og á því titil að verja. Taflið hefst klukkan 17 og eru áhorfendur hjartanlega velkomnir að líta við og fylgjast með framtíðarstjörnum skáklistarinnar að störfum við skákborðið.

Á sama tíma og teflt er til úrslita í yngri flokki verður teflt í eldri flokki Jólaskákmóts TR og SFS. Þar verður án efa hart barist enda margar sterkar skáksveitir skráðar til leiks. Rimaskóli á titil að verja í opnum flokki, en stúlknaflokkinn í fyrra sigraði Breiðholtsskóli. Taflið hefst klukkan 17 og eru áhorfendur hjartanlega velkomnir.

Nánar verður sagt frá mótinu eftir að því líkur á morgun mánudag.

Taflfélag Reykjavíkur vill þakka öllum þeim fjölda barna sem tóku þátt, og einnig liðsstjórum og foreldrum sem hjálpuðu til að láta þetta stærsta barna og unglingamót ársins heppnast jafnvel og raun bar vitni í dag.  Kærar þakkir!

Email, RSS Follow

Share this:

  • Click to print (Opens in new window) Print
  • Click to email a link to a friend (Opens in new window) Email
  • Click to share on Facebook (Opens in new window) Facebook
  • Click to share on LinkedIn (Opens in new window) LinkedIn

Sendu skilaboð Hætta við svar

*
*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Recent

Popular

Comments

Helgihald kyrruviku og páska í Grafarvogskirkju

15 apr 2025
No Responses.

Fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur 12. mars 2025

16 mar 2025
No Responses.

Keldnaland - niðurstöður samkeppni

13 maí 2024
No Responses.

Helgihald kyrruviku og páska í Grafarvogskirkju

15 apr 2025
No Responses.

Hverfið okkar

25 jún 2013
No Responses.

Grafarvogskirkja er kirkjan okkar

25 jún 2013
No Responses.
banner
banner

Gagnlegir tenglar

  • HEILSUGÆSLAN
  • MIÐGARÐUR
  • HVERFIÐ MITT
  • MOJE_S_SIEDZTWO
  • MANO_KAIMYNIST_JE
  • MY NEIGHBOURHOOD

Börnin okkar

  • FRAMHALDSSKÓLAR
  • GUFUNESBÆR
  • LEIK OG GRUNNSKÓLAR
  • SKÁTAFÉLAGIÐ HAMAR
  • TÓNLISTARSKÓLINN

GRAFARVOGSBÚAR Á FLICKR

Allur réttur áskilinn © 2024
www.grafarvogsbuar.is