Fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga 2016-2017 fer fram dagana 29. sept – 2. okt. nk. Mótið fer fram í Rimaskóla í Reykjavík. 1. umferð (eingöngu í 1.deild) mun hefjast kl. 19.30 fimmtudaginn 29. september.
Aðrar deildir munu hefja taflmennsku föstudaginn 30. september. kl. 20.00 og síðan tefla 1. október kl. 11.00 og kl. 17.00 sama dag. Síðasta umferðin í fyrri hlutanum hefst kl. 11.00 sunnudaginn 2. október.
Umhugsunartími er 90 mín. á skákina + 30 sek. viðbótartími bætist við eftir hvern leik.
Veitingasala er á staðnum og eru það krakkar úr 10.bekk sem sjá um það.
Allir velkomnir.