Fyrri hluti: 2.-5. október 2014 í Rimaskóla
Mótið fer fram í Rimaskóla í Reykjavík. 1. umferð (eingöngu 1.deild) mun hefjast kl 19.30 fimmtudaginn 2. október.
Aðrar deildir munu hefja taflmennsku föstudaginn 3.október kl 20.00 og síðan tefla laugardaginn 4.október kl 11.00 og kl 17.00 sama dag.
Síðasta umferð í fyrri hlutanum hefst kl 11.00 sunnudaginn 5. október.
Umhugsunartími er 90 mín. á skákina + 30 sek viðbótartími bætist við eftir hvern leik.
Vakin er athygli á eftirfarandi texta í 19.grein skáklaga: „Fyrir upphaf 1.umferðar fyrri hluta ÍS skulu félögin skila inn styrkleikaröðuðum lista allra þeirra keppenda sem þeir hyggjast nota í keppninni“
Reglur:
Skáklög SÍ (16-21.grein á við Íslandsmót skákfélaga )
Reglugerð um Íslandsmót skákfélaga
Reglugerð um Keppendaskrá Skáksambandsins