Hverfaráð Grafarvogs hefur óskað eftir við umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar að skipt verði um nafn á götu í hverfinu þess efnis að Hallsvegur verði framvegis nefndur Fjölnisbraut. Áheyrnarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina lagaði fram tillögu um þetta á fundi ráðsins 11. október sl.
Í bókuninni kemur meðal annars fram að vegur þessi tengir saman stóran hluta Grafarvogs við helstu íþrótta- og frístundamannvirki hverfisins. Meðal annars liggur vegur þessi meðfram keppnisíþróttavelli og sundlaug við Dalhús og leggur leið að hinni glæsilegu Egilshöll og einnig að frístundasvæðinu við Gufunes.
Það er því kjörið að vegur þess hafi tengingu í stolt Grafarvogs þ.e. Ungmennafélagið Fjölni. Samþykkt var að taka tillöguna á dagskrá með öllum greiddum atkvæðum. Tillagan var samþykkt með 4 greiddum atkvæðum. 1 sat hjá.