Hvatningarverðlaun skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur 2014
Viltu vekja athygli á gróskumiklu leikskóla-, grunnskóla eða frístundastarfi á vegum Reykjavíkurborgar?
Veistu af metnaðarfullu þróunarverkefni, skemmtilegum tilraunum eða annarri nýbreytni í skóla- og frístundastarfi Reykjavíkurborgar?
Viltu veita starfsfólki skóla- og frístundastarfs í Reykjavík viðurkenningu og hvatningu?
Auglýst er eftir tilnefningum til hvatningarverðlauna skóla- og frístundaráðs vegna leikskóla-, grunnskóla- og frístundastarfs Reykjavíkurborgar.
Allir geta tilnefnt til verðlaunanna; foreldrar, kennarar, ömmur og afar, borgarstarfsmenn, leikskólar, grunnskólar, frístundastarf, aðrar stofnanir og samtök. Við val á verðlaunahöfum verður haft til hliðsjónar að verkefnið sé öðrum til eftirbreytni og hvatning til góðra verka, svo og að fjölbreytt verkefni fái viðurkenningu. Níu verkefni sem skara fram úr verða verðlaunuð.
Hvatningarverðlaun skóla- og frístundaráðs verða afhent við hátíðlega athöfn í maí og felast í viðurkenningarskjali og verðlaunagrip sem starfsstaðurinn fær til eignar.
Eyðublöð eru á heimasíðu skóla- og frístundasviðs, www.skolarogfristund.is
og er skilafrestur til 28. mars 2014
Frekari upplýsingar á www.skolarogfristund.is