Skallagrímur vann öruggan sigur á Fjölni í fjórða leik liðanna í einvíginu um sæti í Dominosdeildinni í körfuknattleik á næsta tímabili. Fjölnir hafði yfirhöndina eftir fyrsta leikhluta, 21-26, og útlitið var gott. Skallagrímsmenn tóku leikinn jafnt og þétt í sínar hendur og tryggðu sér að lokum 22 stiga sigur, 93-71.
Colin Pryor skoraði 25 stig fyrir Fjölni og tók 19 fráköst. Egill Egilsson skoraði 15 stig og Róbert Sigurðsson 10 stig.
Fimmti leikur liðanna og hreinn úrslitaleikur um sæti í Dominos-deildinni verður háður í Dalhúsum á þriðjudagskvöldið.