Handbolti – Fjölnir með 5 marka sigur á Þróttir.

Fjölnismenn unnu Þróttara í kvöld með 5 marka sigri.

Þróttur – Fjölnir 22-27. (11-10)

Liðin voru nánast jöfn allann fyrri hálfleik kvöldsins en endaði 11-10 Þrótturum í vil.

Þróttarar eru greinilega að einbeita sér að styrkja vörnina enda var hún nánast skotheld. Fjölnismenn náðu samt sem áður með góðum sóknarleik að koma sér í gegnum varnarleik Þróttar.
Fjölnir missti aðeins niður leikinn og náðu Þróttarar á tímabili smá forskoti á Fjölni. Fjölnismenn brutust þá í gegn og á 41 mínútu náðu þeir að komast í 18-15 og stoppuðu svo sannarlega ekki þar og kláruðu leikinn 27-22.

Það fór eitt rautt spjald á loft í þessum leik og það á 59.33 mínútu. Viktor Jóhannsson leikmaður Þróttar hlaut það fyrir kjaftbrúk.

Markahæsti leikmaður leiksins var Breki Dagsson (Fjölni). Á eftir honum komu Bergur Snorrason(Fjölni) og Viktor Jóhannsson(Þrótti) báðir með 5 mörk.

Mörk Þróttar: Viktor Jóhannsson 5, Leifur Óskarsson 4, Logi Ágústsson 4, Ólafur Guðni Eiríksson 2, Gísli Guðjónsson 2, Úlfur Kjartansson 2, Eyþór Snæland Jónsson 1, Bergur Vilhjálmsson 1, Elías Baldursson 1.
Mörk Fjölnis: Breki dagsson 10, Bergur Snorrason 5, Brynjar Loftsson 4, Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson 3, Sigurður Guðjónsson 2, Björgvin Páll Rúnarsson 2, Kristján Örn Kristjánsson 1.

Myndir: Þorgils G

DSC_0154 DSC_0168 DSC_0174 DSC_0178 DSC_0203 DSC_0228 DSC_0232 DSC_0296 DSC_0299 DSC_0310 DSC_0317 DSC_0318 DSC_0319 DSC_0346

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.