Handboltaskóli Fjölnis fer fram í byrjun ágúst og er ætlaður krökkum sem ganga í 1. – 6. bekk næsta haust (f. 2012-2007). Allir eru velkomnir í skólann og eru byrjendur sérstaklega velkomnir. Skólinn stendur frá 7. ágúst til 17. ágúst og hægt er að skrá sig á skráningarvef Fjölnis https://fjolnir.felog.is/
Handboltaskóli Fjölnis fer fram í Íþróttahúsi Fjölnis, Dalhúsum.
Skólinn er alla virka daga frá kl. 09:00-12:00 og þurfa krakkarnir að taka með sér nesti. Skólanum verður skipt upp eftir aldri til að koma til móts við þarfir hvers og eins.
Verð:
Vika 1 (4 dagar) – 5900 kr
Vika 2 (5 dagar) – 6900 kr
Báðar vikurnar – 9900 kr
Skólastjóri er Andri Sigfússon íþróttafræðingur og yfirþjálfari yngri flokka hjá Fjölni.
Nánari upplýsingar er hægt að nálgast á skrifstofu Fjölnis eða á netfanginu arnor@fjolnir.is.