Borgarstjórn samþykkti í gær, 20. september, að frá og með 1. október 2016 hækki fæðisgjald í leik- og grunnskólum borgarinnar um 100 krónur á dag.
Hækkuninni mun alfarið renna til skólamötuneyta í kaup á hráefni.
Með þessu ætti að skapast svigrúm til að auka gæði matarins verulega.
Breytingin hefur það í för með sér að fæðisgjald vegna barna í leikskóla sem eru skráð í sjö til níu klukkustundir á dag hækkar úr 8.320 krónum á mánuði í 10.480 krónur á mánuði.
Verð fyrir máltíðir nemenda í grunnskólum borgarinnar hækkar úr 7.100 krónum í 9.270 á mánuði.
Framlag Reykjavíkur verður með þessu sambærilegt framlögum sveitarfélaga sem leggja mest í hráefnisframlög til skólamötuneyta. Leikskólagjöld og önnur gjöld vegna skólagöngu barna verða áfram með þeim lægstu á landinu.
Hjálagður listi yfir breytingar