 Það var mikið um dýrðir og fjölmenni eftir því á jólaskákæfingu Fjölnis sem haldin var í Rimaskóla 13. desember. Líkt og í fyrra voru það hjónin Valgerður og Steinn sem útdeildu girnilegum veitingum í skákhléi til krakkanna . Í lok æfingar gáfu þau hverjum þátttakanda velfylltan gjafapoka með allskyns glingri, hollu og óhollu sem gerðu mikla lukku. Allir þátttakendur tóku þátt í skákmóti, fimm umferðum, og var virkilega tekist á við taflborðið og barist um hvern vinning.
Það var mikið um dýrðir og fjölmenni eftir því á jólaskákæfingu Fjölnis sem haldin var í Rimaskóla 13. desember. Líkt og í fyrra voru það hjónin Valgerður og Steinn sem útdeildu girnilegum veitingum í skákhléi til krakkanna . Í lok æfingar gáfu þau hverjum þátttakanda velfylltan gjafapoka með allskyns glingri, hollu og óhollu sem gerðu mikla lukku. Allir þátttakendur tóku þátt í skákmóti, fimm umferðum, og var virkilega tekist á við taflborðið og barist um hvern vinning. 
Virðingin gegn andstæðingnum er alltaf frumskilyrði á Fjölnisæfingu. Handaband í upphafi og við endi hverrar skákar er til merkis um það. Skákæfingar Fjölnis hafa verið afar vel sóttar í vetur og „uppselt“ á hverja æfingu en miðað er við hámark 40 krakka. Leiðbeinendur á jólaskákæfingunni voru fjórir.
 Auk Helga Árnasonar formanns deildarinnar sem stýrði æfingunni voru það Leó Jóhannesson, Jóhann Arnar Finnsson og Sigríður Björg Helgadóttir sem liðsinntu efnilegum og áhugasömum skákkrökkum. Á jólaæfingunni urðu í efstu sætum þeir Kristján Dagur, Arnór Gunnlaugsson, Bjarki Kröyer, Sæmundur Árnason, Eiríkur Emil Hákonarson og Aðalbjörn Kjartansson.
Auk Helga Árnasonar formanns deildarinnar sem stýrði æfingunni voru það Leó Jóhannesson, Jóhann Arnar Finnsson og Sigríður Björg Helgadóttir sem liðsinntu efnilegum og áhugasömum skákkrökkum. Á jólaæfingunni urðu í efstu sætum þeir Kristján Dagur, Arnór Gunnlaugsson, Bjarki Kröyer, Sæmundur Árnason, Eiríkur Emil Hákonarson og Aðalbjörn Kjartansson. 
Í stúlknaflokki var að finna marga verðlaunahafa frá Jólaskákmóti grunnskóla Reykjavíkur. Þar urðu í efstu sætum Ylfa Ýr, Embla Sólrún, og Sóley Kría.
Ókeypis skákæfingar Fjölnis hefjast aftur á nýju ári. Þær eru haldnar alla miðvikudaga kl. 16:30 – 18:00 í Rimaskóla og er gengið um íþróttahús.












