• HEIM
  • HAFÐU SAMBAND
facebook
email
Helgihald kyrruviku og páska í Grafarvogskirkju
Fundur umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur 12. mars 2025
Keldnaland – niðurstöður samkeppni
Mjólkurbikar KSÍ 2024
Frábær árangur hjá 4 flokki kvenna í knattspyrnu á Barcelona girls Cup:
  • HEIM
  • FRÉTTIR
  • MYNDIR
    • MYNDIR ÚR HVERFINU
  • HVERFIÐ OKKAR
    • VIÐBURÐIR
    • GALLERÍ KORPÚLFSSTAÐIR
    • ATVNNULÍFIÐ
      • VERSLUNARKJARNAR
        • BREKKUHÚSUM
        • HVERAFOLD
        • KORPUTORG
        • LAUFRIMA 21
        • SPÖNGIN
      • Sorpa
        • HVERFISSKIPULAG REYKJAVÍKUR
        • Hlutverk
        • Pappír er ekki rusl
    • FÉLAGASAMTÖK
      • KORPÚLFAR – FÉLAG ELDRI BORGARA Í GRAFARVOGI
      • SKÁTARNIR
    • GRAFARVOGSKIRKJA
      • Fermingar 2020
      • KIRKJUBYGGINGIN
      • LOGAFOLD SAFNAÐARBLAÐ
    • GÖNGU OG HJÓLALEIÐIR
    • HVERFISRÁÐ
      • HVERFIÐ Í TÖLUM
    • Heilsugæsla í Grafarvogi
    • ÍTR
      • GUFUNESBÆR
    • KORT AF GRAFARVOGI
    • MENNING OG LISTIR
      • KARLAKÓR GRAFARVOGS
      • MENNINGARHÚS SPÖNGINNI
    • SAGA GRAFARVOGS
      • KORPÚLFSSTAÐIR
    • SKÓLARNIR Í GRAFARVOGI
      • FÉLAGSMIÐSTÖÐVAR
      • FRAMHALDSSKÓLAR
      • FRÍSTUNDAHEIMILI
      • HEIMILI OG SKÓLI – LANDSSAMTÖK FORELDRA
        • FORELDRASÁTTMÁLINN
      • LEIK- OG GRUNNSKÓLAR
      • TÓNLISTARSKÓLINN
      • TÓNSKÓLI HÖRPUNNAR
    • STOLT GRAFARVOGS
    • ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐVAR
      • DAGFORELDRAR
        • DAGFORELDRAR Í HVERFINU
      • FÉLAGSMIÐSTÖÐ Í SPÖNG
      • ELDRI BORGARAR
      • FERÐAÞJÓNUSTA FATLAÐS FÓLKS
      • FÉLAGSLEG RÁÐGJÖF
      • FÉLAGSLEGAR ÍBÚÐIR
      • FJÁRHAGSAÐSTOÐ
      • SÉRFRÆÐIAÐSTOÐ VIÐ GRUNNSKÓLA
      • SKAMMTÍMAVISTUN ÁLFALAND
  • AÐSENT EFNI
    • DALE CARNEGIE
      • NÆSTA KYNSLÓÐ
    • TAPAÐ – FUNDIÐ
    • JÓLIN Í GRAFARVOGINUM
  • ÍÞRÓTTIR
    • FJÖLNIR
      • Sumarnámskeið 2019
      • Sumarnámskeið 2018
      • Sumarnámskeið 2016
    • GOLFKLÚBBUR REYKJAVÍKUR – KORPA
    • ÍÞRÓTTIR OG ÚTIVERA
    • GRAFARVOGSLAUG
      • ALMENNAR UPPLÝSINGAR
  • UM OKKUR

Fuglaskoðun í Grafarvogi – lagt upp frá kirkjunni

23 apr 2016
Kristjan Sigurdsson
0

Fuglalíf 5Fátt er fegurra fyrst á vorin en kvak fuglanna í mónum enda gefa þeir íslenskri náttúru einstakan blæ, bæði í litum og ljóði sem menn skilja ekki með höfðinu heldur með hjartanu.  Mörgum er því mikið kappsmál að þekkja íslensku varpfuglanna og um leið mikilvægan part af sérkennum íslenskrar náttúru. Fuglar eru gríðarlega fallegir en rannsóknir á þeim hafa aukið skilning okkar mannanna á ýmsum ferlum í náttúrunni. Rannsóknir á fuglum hafa verið í farabroddi innan greina eins og vistfræði, þróunarfræði, atferlisfræði og í líflandafræði.

Í dag, þann 23. apríl nk., munu þeir Gunnar Þór Hallgrímsson, dósent við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands, og Tómas Grétar Gunnarsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Suðurlandi, leiða gönguferð í Grafarvog þar sem farfuglarnir safnast saman. Ferðin er í röðinni „Með fróðleik í fararnesti“.

Veður hefur verið hagstætt fyrir farfuglana undanfarið og fjöldi þeirra kominn heim ef þannig má að orði komast. Því má reikna með því að fjöldi farfugla verði sýnilegur í Grafarvogi. Brottför verður kl. 11 á laugardag og mun hópurinn ganga saman frá bílastæðinu við Grafarvogskirkju. Gengið verður niður í voginn þar sem fuglarnir halda flestir til.

Þeir Gunnar Þór og Tómas Grétar munu bjóða upp á fræðslu um líf þeirra fugla sem ber fyrir augu en þátttakendur eru hvattir til að taka með sér sjónauka og gjarnan fuglabækur til að fletta í. Ljóst er að létt verður að fletta upp í þeim Gunnari Þór og Tómasi Grétari enda miklir fuglasérfræðingar og með margra ára reynslu í rannsóknum á fuglum himinsins.

Margir af þeim farfuglum sem halda nú til í Grafarvogi eru langt að komnir. Ótrúleg ratvísi farfugla hefur enda lengi verið rannsóknarefni vísindamanna.  Gunnar Þór segir að sumir fuglar haldi sig þó nærri varpstöðvunum árið um kring . „Þeir eru heimakærir,“ segir hann. „Til að rata stuttar vegalengdir á milli staða nota fuglarnir minni alveg eins og mannfólkið sem þekkir hvar húsið sitt er staðsett í ákveðnu hverfi í tilteknum bæjarhluta. En margir fuglar fara í langferðir til útlanda yfir veturinn og til að rata á slíkum langferðum nota fuglarnir magnaðar aðferðir,“ segir Gunnar Þór.  Tómas Grétar bætir því við að fuglar noti fjölbreytt skynfæri til að rata milli staða. „Til dæmis segulsvið jarðar, sólarkompás og reynslu þegar þeir eldast.“

Ferðin á laugardag er liður í samstarfi Háskóla Íslands og Ferðafélags Íslands um göngu- og hjólaferðir undir yfirskriftinni „Með fróðleik í fararnesti“ sem hófst á aldarafmælisári skólans árið 2011. Ferðin tekur um tvær klukkustundir og er farin í samstarfi við Ferðafélag barnanna.

Þátttaka er með öllu ókeypis. 

Email, RSS Follow

Share this:

  • Click to print (Opens in new window) Print
  • Click to email a link to a friend (Opens in new window) Email
  • Click to share on Facebook (Opens in new window) Facebook
  • Click to share on LinkedIn (Opens in new window) LinkedIn
Um höfundinn

Sendu skilaboð Hætta við svar

*
*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

maí 2025
M Þ M F F L S
 1234
567891011
12131415161718
19202122232425
262728293031  
« apr    

Gagnlegir tenglar

  • HEILSUGÆSLAN
  • MIÐGARÐUR
  • HVERFIÐ MITT
  • MOJE_S_SIEDZTWO
  • MANO_KAIMYNIST_JE
  • MY NEIGHBOURHOOD

Börnin okkar

  • FRAMHALDSSKÓLAR
  • GUFUNESBÆR
  • LEIK OG GRUNNSKÓLAR
  • SKÁTAFÉLAGIÐ HAMAR
  • TÓNLISTARSKÓLINN

GRAFARVOGSBÚAR Á FLICKR

Allur réttur áskilinn © 2024
www.grafarvogsbuar.is