„Mér er illt í maganum, má ég vera heima í dag?“ Margir foreldrar/forsjáraðilar kannast við þessa setningu en hvað er til ráða? Kynnt verða holl ráð um kvíða fyrir foreldra/forsjáraðila barna og unglinga í hverfum Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða. Fundurinn er haldinn þriðjudagskvöldið 1. nóvember frá klukkan átta til tíu í Tjarnarsal Ráðhússins
Markmið verkefnisins er:
- Að rödd foreldra/forsjáraðila og ungmenna innan skólasamfélags hverfanna heyrist.
- Að virkja samtakamátt foreldra/forsjáraðila sem mikilvægan þátt í forvörnum í uppeldi barna.
- Að nýta mannauð hverfanna og tengja við nærsamfélagið.
- Að standa fyrir fræðslukvöldum byggð á óskum og hugmyndum foreldra/forsjáraðila í hverfunum.
Dagskráin í Tjarnarsalnum frá klukkan 20-22
Stuðboltar – forvarnir gegn kvíða
Unnur Tómasdóttir, forstöðukona í frístundaheimilinu Eldflauginni, ræðir um Stuðbolta. Það er hópverkefni fyrir börn sem hafa of miklar áhyggjur. Verkefnið hófst árið 2014 og hefur skilað tilætluðum árangri.
Hvað er kvíði?
Nemendur við Háskóla Íslands og meðlimir í Hugrúnu, geðfræðslufélag nema í hjúkrunarfræði, læknisfræði og sálfræði við HÍ, fjalla um geðheilbrigði og hvernig tala á um kvíða við börn og ungmenni.
Hagnýt ráð í uppeldi barna með kvíða
Kolbrún Karlsdóttir, sálfræðingur hjá þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða, bendir á góðar leiðir til að vinna með börnum með kvíða, bæði í uppeldi og námi.
Svavar Knútur kemur og segir frá sinni reynslu og leikur tónlist. Í lokin geta gestir komið með spurningar og hrint af stað umræðu með þátttöku fyrirlesara. Fundinum stjórnar Þorsteinn Guðmundsson, leikari.
Skráning á fræðslufund Fróðra foreldra um kvíða barna og ungmenna.
Smart Parents
“My stomach Hurts. Can I stay home today?” Is a lecture for all parents in the districts of Vesturbær, Central Reykjavík and Hlíðar. Introducing advice on anxiety for parents, children and teenagers. The Introduction will be in City Hall on Tuesday night the first of November at eight o’clock.
See more information about the event in English.
Świadomi rodzice
„Boli mnie brzuch. Mogę zostać w domu?” jest wykładem dla wszystkich rodziców, mieszkających w dzielnicach Vesturbær, Miðborg oraz Hlíðar. Rodzice będą na nim mogli usłyszeć rady dotyczące stanów lękowych wśród dzieci i nastolatków. Wykład odbędzie się w Tjarnarsal Ráðhússins przy ulicy Vonastræti we wtorek 1 listopada o godzinie 20:00.
Więcej informacji o wykładzie można znaleźć tutaj.