Seinni umferðin í Fútsal fer fram í íþróttahúsinu að Varmá í Mosfellsbæ á morgun laugardag. Strákarnir unnu alla leikina sína í fyrri umferðinni gegn Stál-Úlfi, Víði Garði og Aftureldingu. Spilað verður við sömu liðin en stöðuna í riðlinum sem og leikjaniðurröðunina má sjá hér. Liðið sem vinnur riðilinn fer í úrslitakeppnina sem haldin er í janúar.
3ja sætið í Bose mótinu (Staðfest)
Fjölnir vann Fylki 2-1 í leiknum um þriðja sætið í Bose mótinu sem lauk um seinustu helgi. Gummi Kalli skoraði fyrra mark Fjölnis eftir frábæran undirbúning Arons Sig. Verkfræðingurinn Árni Kristinn teiknaði (kannski í Autocad) svo eina gullsendingu af kantinum beint á kollinn á Aroni Sig sem hamraði honum í markið. Fylkismenn þjörmuðu vel að okkur í lokinn en náðu ekki að jafna leikinn. KR vann svo Breiðablik í úrslitaleiknum og hlutu að launum Bose dokku í klefann sinn.
Með því að smella á myndina hér að ofan er hægt sjá stiklur úr leiknum.