Fjölnis sigur í fyrsta leiknum

Fjölnir karfa

Fjölnir karfa

Fjölnir vann stórsigur á Breiðabliki, 93:66, í fyrsta leiknum í undanúrslitum umspils um sæti í úrvalsdeild karla í körfuknattleik en liðin mættust í Grafarvogi í kvöld.

Þau eigast aftur við í Smáranum á mánudag og með sigri þar kæmust Fjölnismenn í úrslitaeinvígi við Þór frá Akureyri eða Hött. Vinni Blikar þurfa liðin að spila oddaleik í Grafarvogi.

Þór og Höttur áttu að leika á Akureyri í kvöld en viðureign þeirra var frestað til sunnudags vegna ófærðar fyrir norðan og austan.

Gangur leiksins: 4:3, 8:8, 10:8, 15:8, 19:13, 24:20, 32:29, 38:33, 41:35, 51:39, 58:41, 66:44, 68:49, 79:51, 82:62, 93:66.

Fjölnir: Daron Lee Sims 30/5 fráköst, Ólafur Torfason 19/15 fráköst, Páll Fannar Helgason 13/7 stoðsendingar, Róbert Sigurðsson 12/7 stoðsendingar, Garðar Sveinbjörnsson 5/4 fráköst, Emil Þór Jóhannsson 5, Davíð Ingi Bustion 4/4 fráköst, Hreiðar Bjarki Vilhjálmsson 2, Andri Þór Skúlason 2, Þorgeir Freyr Gíslason 1.

Fráköst: 26 í vörn, 13 í sókn.

Breiðablik: Pálmi Geir Jónsson 15/8 fráköst, Þorsteinn Gunnlaugsson 13/6 fráköst, Oddur Rúnar Kristjánsson 11, Egill Vignisson 10/5 fráköst, Jerry Lewis Hollis 4/4 fráköst, Þröstur Kristinsson 4, Björn Kristjánsson 3, Halldór Halldórsson 2, Brynjar Karl Ævarsson 2, Snorri Vignisson 2.

Fráköst: 19 í vörn, 11 í sókn.

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.