Fjölnir tapar fyrir KR

DSC_1883Leikur KR og Fjölnis fór fram í gærkvöld og eins og margir reiknuðu með varð þetta hörkuleikur sem hefði getað dottið hvorn vegin sem var í leikslok. KR ingar voru engu að síður með frumkvæðið í þessum leik og með góðum varnarleik náðu þeir að halda Fjölnis mönnum 1-2 mörkum frá sér lungað úr leiknum. Fjölnismenn náðu þó oftar en ekki að jafna en komust í raun bara tvisvar sinnum yfir í þessum leik.

Staðan eftir afar skemmtilegan fyrri hálfleik 15-14 fyrir heimamenn. Það gekk svo illa hjá báðum liðum að bæta við eftir leikhléið og bæði lið að gera sóknarmmistök á fyrstu mínútum eftir hlé. Það var jafnt á öllum tölum áfram eins og í fyrri hálfleik, en Fjölnismenn lentu svo í áfalli þegar þeir misstu Svein Þorgeirsson gamla reynsluboltan útaf vegna meiðsla á 40 mínútu og kom hann ekkert meira inná.

Þar fór mikilvægur hlekkur úr varnarleiknum hjá Fjölni, en KR var ekkert að ná að stinga af þrátt fyrir að halda forystunni áfram í 1-2 mörkum. Fjölnismenn jöfnuðu jafn harðan og náðu einu sinni í seinni hálfleiknum að komast yfir, en það var þegar 5 mínútur voru til leiksloka og staðan 23-24. KR var þó sterkari á lokamínútunum og sigruðu með einu marki 26-25.

 

Myndir: Þorgils

 

 

 

 

 

Sendu skilaboð

*

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.