Það verður sannkallaður stórleikur á Fjölnisvellinum á sunnudaginn kl. 16. Stjörnumenn mæta þá í heimsókn en þeir eru enn taplausir í deildinni eftir 19. umferðir og sitja í 2. sæti deildarinnar með jafnmörg stig og topplið FH en er með slakari markatölu. Fjölnismenn unnu frábæran sigur á Fram í seinustu umferð og komu sér úr fallsæti og upp í 9. sætið. Gunnar Már, Þórir og Ragnar skoruðu mörk okkar í 3-1 sigri. Fyrri leikur Fjölnis og Stjörnunnar fór fram á teppinu í Garðabænum í júlí og þar vann Stjarnan með marki í uppbótartíma 2-1. Ansi súrt tap og eru strákarnir staðráðnir að hefna ófaranna í þeim leik. Þessi leikur er gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið, Fjölnir að tryggja sér veru í deild þeirra bestu að ári og Stjarnan í gríðarlegri baráttu við FH um Íslandsmeistaratitilinn. Vði hvetjum fólk til að mæta tímanlega og er ekki vitlaust að fá sér göngutúr á völlinn því bílastæðin eru nú af skornum skammti í kringum völlinn okkar, það má búast við miklum fjölda á leikinn. ÁFRAM FJÖLNIR Hér má sjá stöðuna í deildinni
- HEIM
- FRÉTTIR
- MYNDIR
- HVERFIÐ OKKAR
- AÐSENT EFNI
- ÍÞRÓTTIR
- UM OKKUR